fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Hrikalegt myndband frá Los Angeles

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir tvo menn og hund í húsnæði í Los Angeles hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Alvarlegir skógareldar geysa á stórum svæðum í úthverfum borgarinnar og eru þekktir leikarar í hópi þeirra sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín.

Myndbandið hér að neðan var tekið af húsráðanda í ónefndu hverfi í Los Angeles og sýnir gríðarlegt eldhaf umlykja húsið.

Í fréttum breskra og bandarískra fjölmiðla kemur fram að ekki sé vitað með vissu hver tók myndbandið eða hvort viðkomandi hafi náð að koma sér í öruggt skjól. Kevin Dalton, sem birti meðfylgjandi myndband, segir á X að hann hafi fengið af því fréttir að mennirnir og hundurinn hafi náð að koma sér út og séu við góða heilsu.

Engar fréttir hafa borist af manntjóni en frekari upplýsingar eru væntanlegar í dag.

Mail Online ræddi við fasteignamógúlinn Rick Caruso en hann segir að nokkrar eignir hans í Palisades Village hafi orðið eldinum að bráð. Kennir hann borgaryfirvöldum í Los Angeles um stöðuna en borið hefur á vatnsskorti í borginni sem gerir slökkvistarf erfitt.

Þá hefur borgarstjórinn Karen Bass verið gagnrýnd fyrir að vera í fríi utan landsteinanna á meðan alvarleg staða ríkir í borginni en fjármagn til slökkviliðs borgarinnar var skorið niður um 23 milljónir dollara í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK