fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Vangaveltur um hvort pilturinn á þessari mynd verði næsti einræðisherra Norður-Kóreu

Pressan
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt sem við kemur æðstu ráðamönnum Norður-Kóreu hefur lengi verið sveipað dulúð og er til dæmis ekki vitað með vissu hvenær einræðisherrann Kim Jong Un fæddist – þó ýmist sé talað um árin 1982, 1983 eða 1984.

Nú hafa fjölmiðlar í Suður-Kóreu velt fyrir sér hvort væntanlegur arftaki Kim hafi sést á mynd sem tekin var við nýársfögnuð á dögunum. Þar sást systir einræðisherrans, Kim Yo-jong, ganga að gleðskapnum með tveimur börnum sínum, stúlku og dreng, sem ekki hafa sést opinberlega áður svo vitað sé.

Óvíst er hversu mörg börn Kim Jong Un á sjálfur en þó er vitað að hann á eina dóttur, Kim Ju-ae, sem hefur sést opinberlega. Hingað til hafa aðeins karlar setið við völd í einræðisríkinu og eru ekki taldar líkur á að það muni breytast í náinni framtíð.

Segja fjölmiðlar í Suður-Kóreu að ýmislegt bendi til þess að drengurinn á myndinni hér að ofan, sonur Kim Yo-jong, sé næstur í röðinni.

Í umfjöllun Mail Online er haft eftir Michael Madden, framkvæmdastjóra North Korea Leadership Watch, að aðeins beinn afkomandi Kim Il-sung, sem stofnaði Norður-Kóreu árið 1948, geti tekið við völdum í landinu eftir daga Kim Jong Un.

„Við vitum ekki hvort Kim Jong Un eigi son og það eru ekki neinar vísbendingar sem benda til þess. En ef marka má þessa mynd vitum við með vissu að Kom Yo-jong á son sem virðist vera líklegur kandídat til að taka við völdum,“ segir Madden en þess má geta að orðrómur hefur verið uppi um að Kim Jong Un eigi tvö önnur börn, dreng og stúlku, sem þó hafa aldrei sést opinberlega. Til marks um það sást til dæmis aðeins fyrrnefnd dóttir hans með honum á nýársfögnuðinum.

Sem fyrr segir hefur allt sem við kemur fjölskyldunni verið sveipað dulúð og hafa þeir sem fylgjast með málum í hinu lokaða landi þurft að reiða sig á opinberar upplýsingar og myndir frá hinum ýmsu samkomum. Madden telur að það hafi ekki verið nein tilviljun að ungi drengurinn hafi verið leiddur fyrir framan myndavélarnar þennan dag.

„Það hefur vanalega verið þannig að við fáum aðeins að sjá það sem okkur er ætlað að sjá,“ segir hann.

Madden telur að ekki sé hægt að útiloka það að Kim Ju-ae, dóttir einræðisherrans, taki við völdum seinna meir og það geti meira en verið að yfirvöld séu reiðubúin að hleypa kvenkyns leiðtoga að. Það verði þó væntanlega að bíða þar til þau mál skýrast betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Í gær

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast