Cristiano Ronaldo er orðaður við Al-Hilal í breska miðlinum Talksport í dag.
Ronaldo verður fertugur í næsta mánuði og rennur samningur hans við Al-Nassr út eftir leiktíðina. Gæti hann söðlað um innan Sádi-Arabíu og farið til Al-Hilal sem hefur verið í toppbaráttunni við Al-Nassr undanfarin ár.
Al-Hilal mun taka þátt í splunkunýju HM félagsliða næsta sumar og gæti það heillað Ronaldo.
Þar verður liði í riðli með Real Madrid, þar sem Ronaldo sló auðvitað í gegn í mörg ár. Ef allt gengur eftir gæti farið svo að Ronaldo mæti Lionel Messi á nýjan leik, en hans lið Inter Miami tekur einnig þátt í mótinu.