fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Fókus

„Hér á Íslandi er stór millistétt sem borgar brúsann, greiðir háa skatta af launum og lánum“

Fókus
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 10:51

Gunnlaugur stjörnuspekingur. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur segir stóran hluta af þjáningu fólks stafa af rembingi við að passa inn í normið í stað þess að leyfa sér að vera einstaklingur. Gunnlaugur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hefur tekið fólk í einkatíma í meira en 40 ár og varð hugfanginn af stjörnuspeki aðeins 15 ára gamall.

„1973 gerði ég fyrsta stjörnukortið og fann að þetta væri það sem ég myndi gera í lífinu. Það eru gríðarleg fræði á bak við stjörnuspeki og þetta eru alvöru aldagömul vísindi sem hafa orðið út undan. Eftir að hafa hitt mikinn fjölda fólks í gegnum tíðina sé ég að stór hluti af vanda fólks er að reyna að fitta inn í eitthvað norm, en svo eru allir hinir að hugsa það sama. Við erum einstaklingar og verðum að virða það hver við erum og hætta að reyna að þvinga okkur inn í að vera eins og eitthvað kerfi ætlast til að við séum,“ segir Gunnlaugur, sem ræðir í þættinum um stöðuna í heiminum núna og hvernig kerfin og samfélögin séu óhjákvæmilega að breytast:

„Þessi hefðbundnu gömlu stjórnmálakerfi virka ekki lengur á 21. öldinni vegna þess að þau voru skrifuð fyrir meira en 200 árum af körlum í valdastöðu fyrir aðra karla í valdastöðu. Það sama gildir um skiptinguna milli hægri og vinstri flokka sem við höfum þekkt úr stjórnmálunum. Það má rekja hana til frönsku stjórnarbyltingarinnar þar sem íhaldsmenn, aðall og konungssinnar sátu hægra megin í þingsalnum í París og hinn lýðræðissinnaði almúgi sat vinstra megin. Allt saman karlar að skrifa leikreglur fyrir sjálfa sig,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram:

„Núna þegar 21. öldin er gengin í garð í heimsþorpi tækni- og upplýsingabyltingar, vaknar fólk til meðvitundar um stöðu sína. Þá blasir við óréttlæti sem hefur verið við lýði gríðarlega lengi. Átökin í heiminum í dag snúast mikið um að hvorki nútíðin né fortíðin hafa verið eins og við viljum og því er bara ein leið í boði sem er framtíðin. Heimurinn er búinn að breytast mjög hratt á stuttum tíma. Landamæri eru að smátt og smátt að hverfa, þjóðarbrotum og trúarbrögðum ægir saman í borgum heimsins sem verða æ líkari hver annarri.

Upplýsingastreymið er mikið og kemur úr öllum áttum. Bæði opinberlega og á bak við tjöldin, eru hin hefðbundnu þjóðfélög að leysast upp og þjóðríki breytast hægt og rólega í sambandsríki. Valdið er að færast í alþjóðlegar stofnanir, en mest til stórfyrirtækja.

Hér á Íslandi er stór millistétt sem borgar brúsann, greiðir háa skatta af launum og lánum og stendur í gríðarlegum átökum í lífinu. Á endanum eru margir hreinlega að kafna. En hvað okkur sem einstaklinga varðar þá er það undir hverjum og einum komið að vinna á jákvæðan hátt í því að laga og umbreyta þjóðfélagskerfinu. Breytingar munu eiga sér stað hvað sem hver og einn segir, óskar sér eða vill. Eina óumbreytanlega lögmál lífsins er að allt er breytingum háð.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnlaug og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hryllingsmynd vekur athygli í Bandaríkjunum – The Damned fær mikið lof gagnrýnenda

Íslensk hryllingsmynd vekur athygli í Bandaríkjunum – The Damned fær mikið lof gagnrýnenda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brandararnir sem slógu í gegn og sá um Diddy sem féll ekki í kramið – „Stærsta kvöld Ozempic“

Brandararnir sem slógu í gegn og sá um Diddy sem féll ekki í kramið – „Stærsta kvöld Ozempic“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“