Manchester United gæti selt ungstirnin Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho til að styrkja stöðu sína gagnvart fjárhagsreglum á Englandi. Daily Mail segir frá.
United vill styrkja sig í janúar en getur það ekki án þess að selja leikmenn vegna fjárhagsreglna. Heppilegast er að selja uppalda leikmenn til að styrkja stöðu sína gagnvart þeim þar sem peningur sem fæst fyrir leikmenn sem koma úr akademíunni er skráður sem 100 prósent hagnaður í bókhaldinu.
United er í vandræðum með að semja við hinn gríðarlega efnilega Mainoo, en hann á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum. Chelsea hefur mikinn áhuga á honum og væri líklegasti áfangastaður miðjumannsins ef hann fer.
Þá hefur Garnacho verið orðaður við Atletico Madrid, en hann virðist ekki fullkomlega í myndinni hjá stjóranum Ruben Amorim.