Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir boltann sem spilað er með í enska deildarbikarnum mjög frábruðgin þeim sem notast er við í úrvalsdeildinni.
Þetta sagði Spánverjinn á blaðamannafundi eftir 0-2 tap gegn Newcastle í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins í gær.
„Hann er öðruvísi en boltinn í úrvalsdeildinni. Þú þarft að venjast honum,“ sagði hann.
„Hann ferðast öðruvísi og gripið er líka allt öðruvísi þegar þú snertir hann,“ bætti Arteta við.