Manchester United getur gleymt því að fá til sín sóknarmanninn Viktor Gyokores í janúarglugganum.
Þetta fullyrðir spænska blaðið AS en Gyokores leikur með Sporting og er mjög duglegur að skora mörk í Portúgal.
United hefur verið sterklega orðað við Gyokores þar sem leikmaðurinn lék undir Ruben Amorim hjá Sporting.
Samkvæmt AS hefur Svíinn rætt við umboðsmann sinn, Hasan Cetinkaya, og vill alls ekki kveðja Sporting áður en tímabilinu lýkur.
United þarf á sóknarmanni að halda í janúar og gæti nú horft til Victor Osimhen sem leikur með Galatasaray.