fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
433Sport

Fernandes varð verulega pirraður er hann heyrði í stuðningsmönnum United – ,,Aldrei upplifað annað eins“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 07:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, trúði varla eigin augum og eyrum er hann horfði á leik liðsins gegn Newcastle nýlega.

Joshua Zirkzee, liðsfélagi Fernandes, fékk mikið skítkast í þessum leik fyrir sína frammistöðu og var tekinn af velli eftir 33 mínútur.

Fernandes var í banni í þessum leik og heyrði það sem öskrað var á Zirkzee sem er ungur Hollendingur og kom til félagsins í sumar.

Fyrirliðinn vorkennir liðsfélaga sínum mikið en talið er að hann hafi farið beint inn í klefa og grátið eftir áreiti frá stuðningsmönnum United.

,,Ég var í stúkunni og ég hef aldrei uppölifað annað eins,“ sagði Fernandes í samtali við TalkSport.

,,Þetta pirrar mig svo mikið því hann er leikmaður sem leggur sig mikið fram. Hann kemur í deildina úr annarri deild og þarf tíma til að aðlagast, hann er með mikil gæði.“

,,Hann hefur ekki sýnt öll þessi gæði hingað til en til að byrja með talaði fólk um einn besta framherjann og svo hefur enginn trú á honum lengur.“

,,Við höfum trú á honum. Ég hefði frekar viljað lenda í þessu en að liðsfélagi minn þurfi að vera í þessari stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Egill sér jákvæðu hliðarnar á óspennandi fréttum – „Ég verð laus – alveg samstundis“

Egill sér jákvæðu hliðarnar á óspennandi fréttum – „Ég verð laus – alveg samstundis“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur félögum í gær

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur félögum í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aftur til Manchester United

Aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfa til Aston Villa í leit að arftaka Lewandowski

Horfa til Aston Villa í leit að arftaka Lewandowski
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn minnist vinar síns – „Grunaði ekki að seinna þennan sama dag væri ég að skrifa minningarorð um hann“

Þorsteinn minnist vinar síns – „Grunaði ekki að seinna þennan sama dag væri ég að skrifa minningarorð um hann“
433Sport
Í gær

Ronaldo gæti tekið umdeilt skref – Myndi mæta Real Madrid og hugsanlega Messi

Ronaldo gæti tekið umdeilt skref – Myndi mæta Real Madrid og hugsanlega Messi
433Sport
Í gær

Líklegast að goðsögn Arsenal taki við af Edu

Líklegast að goðsögn Arsenal taki við af Edu