Gísli Gottskálk Þórðarson er orðinn leikmaður Lech Poznan en frá þessu var greint í kvöld.
Um er að ræða afskaplega efnilegan leikmann sem er fæddur árið 2004 og kemur frá Víkingi.
Gísli er einn allra dýrasti leikmaður í sögu íslensku deildarinnar en hann gerir fjögurra og hálfs árs samning við Poznan.
Þetta þýðir jafnframt að Gísli verði ekki með Víkingum í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn Panathinaikos.
Gísli vann deildina einu sinni með Víkingum og bikarkeppnina tvisvar.