Ruben Amorim, stjóri Manchester United, viðurkennir að Joshua Zirzkee gæti verið að kveðja félagið í janúar.
Zirkzee kom til United í sumar frá Bologna á Ítalíu en hefur ekki heillað marga með frammistöðu sinni hingað til.
Hollendingurinn er ekki fyrsti maður á blað undir Amorim og hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Ítalíu.
Amorim segist vilja halda leikmanninum en að það sé góður möguleiki á að hann verði ekki hjá liðinu seinni hluta tímabils.
,,Ég vil halda Josh því hann gefur allt í sölurnar og er að leggja sig fram á æfingum en við vitum ekki framhaldið,“ sagði Amorim.
,,Glugginn er opinn og við sjáum hvað gerist. Við þurfum að einbeita okkur að æfingunum og frammistöðu í næstu leikjum.“