fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

Mold varð morðingja Emmu að falli

Pressan
Sunnudaginn 12. janúar 2025 22:00

Emma Caldwell. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um páskana 2005 fannst lík Emmu Caldwell í Limefield Woods í skosku hálöndunum. Hún var 27 ára og starfaði sem vændiskona þegar henni var ráðinn bani.

Það lá fljótlega ljóst fyrir að Emma hafði verið kyrkt en hins vegar lá ekki ljóst fyrir hver hafði banað henni. Tæpum 20 árum síðar stóð lögreglan enn með óleyst málið í höndunum. Rannsókn þess hafði kostað sem nemur mörgum tugum milljóna íslenskra króna.

En á síðasta ári rættist loksins úr og málið leystist og morðinginn fannst, þökk sé mold sem var á líki Emmu og á staðnum þar sem lík hennar fannst.

Iain Packer var í kastljósi lögreglunnar strax 2005 og fann lögreglan þá mold á fatnaði hans. En þá var tæknin ekki nægilega fullkominn til að hægt væri skera úr um hvort hún væri frá staðnum þar sem lík Emmu fannst.

Iain var þekktur meðal vændiskvenna fyrir að beita þær ofbeldi og nauðga. Þær höfðu látið lögregluna vita af hegðun hans en hún tók ekkert mark á tilkynningum þeirra og rannsakaði málið ekki.

Á síðasta ári tókst háskólaprófessor að slá því föstu með 97% vissu að moldin sem fannst á Iain væri frá staðnum þar sem Emma var myrt. Þar með tókst að tengja hann við morðvettvanginn og morðið.

Hann var dæmdur í 36 ára fangelsi fyrir morðið og kynferðisbrot og ofbeldi gagnvart 22 öðrum vændiskonum.

Í kjölfar dómsins kvartaði móðir Emmu undan vinnubrögðum lögreglunnar í Stathclyde sem baðst í kjölfar afsökunar. En það dugði ekki til því ákveðið var að hefja sérstaka rannsókn á vinnubrögðum lögreglunnar við rannsóknina á morðinu á Emmu.

Það lá ekki í kortunum að Emma myndi enda sem vændiskona. Hún átti góða og hamingjusama æsku en þegar systir hennar lést af völdum krabbameins 1998 varð hún fyrir miklu andlegu áfalli og átti mjög erfitt.

Þá verandi unnusti hennar ráðlagði henni þá að taka heróín til að takast á við þunglyndið. Nokkrum mánuðum síðar var hún svo djúpt sokkin í neyslu að hún neyddist til að byrja í vændi til að geta fjármagnað neysluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann