Samkvæmt lögunum, þá fékk sérhver fangi sem svarar til um hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir að skrá sig í herinn og fara til Úkraínu til að berjast með rússneska innrásarliðinu.
Úkraínska leyniþjónustan segir að þetta sé merki um „mikla krísu“ í rússneska efnahagslífinu.
Leyniþjónustan segir að frá því að innrásin hófst og þar til í nóvember á síðasta ári hafi á bilinu 140.000 til 180.000 rússneskir fangar gengið í herinn til að berjast í Úkraínu.