Bournemouth fékk í dag vinstri bakvörðinn Julio Soler frá Lanus í Argentínu.
Soler er 19 ára og þykir mikið efni. Bournemouth greiðir milli 8-9 milljónir punda fyrir kappann.
Soler ólst upp hjá Lanus og hefur spilað 58 leiki fyrir aðalliðið þrátt fyrir ungan aldur.
Það er óhætt að segja að Bournemouth sé að eiga ansi gott tímabil, en liðið er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Our new number 2⃣0⃣ pic.twitter.com/ZgmNr4nuag
— AFC Bournemouth 🍒 (@afcbournemouth) January 7, 2025