Um helgina fóru af stað sögusagnir um að Elon hefði áhuga á að fjárfesta í Liverpool. Hann er nokkuð tengdur borginni, en amma hans er þaðan. Errol var spurður að því hvort sonur hans hefði áhuga á að kaupa Liverpool.
„Ég get ekki tjáð mig um það því það mun hækka verðið,“ sagði hann léttur en hélt svo áfram. „Jú hann hefur sagst hafa áhuga á því. Það þýðir samt ekki að það gangi eftir.“
Elon er einn ríkasti maður heims og gæti án efa sóst eftir því að kaupa Liverpool. „Amma hans fæddist í Liverpool og við eigum ættingja þar,“ sagði Errol.