fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 07:32

Lögreglan að störfum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í Mosfellsbæ í gærkvöldi eða nótt en þar hafði svokallað friðarkerti fengið að loga á borði í garðinum.

Afleiðingarnar voru þær að það kviknaði í borðinu og stólum þar í kring. Engin slys urðu á fólki en eitthvað tjón, að því er segir í skeyti lögreglu nú í morgunsárið.

Lögregla fékk svo tilkynningu um eld í bifreið í miðborginni og náðu ökumaður og farþegi að slökkva eldinn með því að kasta snjó á vélina. Engin slys urðu á fólki en eitthvað tjón á bifreiðinni.

Nokkuð var um innbrot í nótt, að sögn lögreglu, og var tilkynnt um innbrot í hverfum 108, 104 og 200. Þá var tilkynnt um mann að sveifla sverði í hverfi 200 en hann fannst ekki. Loks var tilkynnt um hópasöfnun og ágreining við Mjóddina en frekari upplýsingar um það mál koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið