Antony, kantmaður Manchester United, gæti verið á leið til Grikklands í janúarglugganum samkvæmt enskum miðlum.
Antony gekk í raðir United árið 2022 frá Ajax á 86 milljónir punda. Hann hefur þó lítið getað á Old Trafford og vill félagið losna við hann.
Samkvæmt Sky Sports hefur United rætt við nokkur lið um hugsanlegan lánssamning Antony. Þar kemur einnig fram að áhugasöm lið komi frá Spáni og Grikklandi.
Þá segir The Sun að umrætt grískt lið sé Olympiacos. Antony gæti því farið til Sambandsdeildarmeistaranna og reynt að finna sig á ný.