fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn

Pressan
Laugardaginn 11. janúar 2025 17:00

Ítalskt pasta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver elskar ekki góðan pastarétt? Eflaust einhverjir en svo eru allir hinir sem elska góða pastarétti. En að margra mati þá er gallinn við pasta að það inniheldur mikið af kolvetnum og það gerir að verkum að margir borða það ekki eins oft og þeir kannski vildu.

„Pasta er hluti af kolvetnaneyslunni í mörgum samfélögum en hefur verið tengt við ofþyngd og offitu,“ segja næringarfræðingarnir Lisa Sanders og Joanne Slavin í rannsókn þeirra sem hefur verið birt á MDPI.

Þær greindu 38 rannsóknir um pastaneyslu og líkamsþyngd barna og fullorðinna og komust að þeirri niðurstöðu að „neysluvenjur, þar sem mikils pasta var neytt, tengdust almennt ekki ofþyngd eða offitu“.

Með öðrum orðum, þá fundu þær engin tengsl á milli þess hversu mikið fólk borðaði af pasta og hversu líklegt það var til að vera í ofþyngd.

Þær segja að ein rannsóknin, sem þær studdust við, hafi bent til að „pasta geti verið hluti af hollu mataræði og ekki átt hlut að máli hvað varðar þyngdaraukning né komið í veg fyrir að fólk léttist“.

Þær rannsökuðu aðeins gögn sem náðu til venjulegs hvíts pasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla