Væntanlega glöddust allir vinningshafarnir á ólympíuleikunum í Frakklandi á síðasta ári mjög yfir verðlaunum sínum. Sumir þeirra hafa þó áhyggjur af hversu lélegir bronspeningarnir virðast vera. Clément Secchi, sem var í liði Frakka í 4×100 metra hlaupi, birti nýlega færslu á Instagram þar sem hann sýndi mynd af bronsverðlaunum sínum og ástandi þeirra. Blettir eru komnir á verðlaunapeninginn og lýsti Secchi honum sem „krókódílahúð“.
Liðsfélagi hans, Yohann Ndoye Brouard, birti einnig mynd af sínum peningi og sagði hæðnislega að hann líkist „París 1924“.
Azernews segir að fleiri vinningshafar hafi einnig birt myndir af verðlaunapeningunum sínum og hversu hratt þeir virðast byrja að láta á sjá.
Það virðast aðeins vera bronsverðlaunin sem láta á sjá þegar þau komast í snertingu við loft og raka.
„Þessir verðlaunapeningar líta vel út þegar þeir eru alveg nýir. En eftir að hafa verið með þá aðeins um hálsinn og svitnað aðeins eða eftir að hafa leyft vinum mínum að vera með þá, þá er ljóst að gæðin eru ekki eins mikil og maður hélt,“ sagði Nyjah Huston, bronsverðlaunahafi.