fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Pressan

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Pressan
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 06:29

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan lagði nýlega hald á sjö tonn af kókaíni sem fannst niðurgrafið á bóndabæ í suðurhluta landsins. Var kókaínið geymt í gámum, sem höfðu verið grafnir niður.

Lögreglan komst á snoðir um fíkniefnin þegar sást til ferða tveggja grunsamlegra hraðbáta við árósa Guadalquivir árinnar.

Lögreglumenn fylgdu bátunum eftir að bóndabæ í Coria del Rio, sem er sunnan við Sevilla. Þar fann lögreglan tvo niðurgrafna gáma sem innihéldu sjö tonn af kókaíni. Þrír voru handteknir á vettvangi.

Lögreglan segir að aldrei áður hafi hald verið lagt á svo mikið kókaíni í suðurhluta landsins.

Auk kókaínsins, var hald lagt á þrjú skotvopn, þar á meðal AK-47, og tvö stolin ökutæki.

Spánn er meðal þeirra Evrópuríkja sem smyglarar nota einna mest við að koma fíkniefnum til álfunnar. Ástæðan er að Marokkó er skammt undan en þar er mikið framleitt af kannabisefnum, og náin tengsl við gamlar spænskar nýlendur í Suður-Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskt skip sagt hafa skemmt sæstreng við Taívan

Kínverskt skip sagt hafa skemmt sæstreng við Taívan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt barnaverndarmál skekur Svíþjóð – Foreldrar sagðir hafa falið 11 börn sín fyrir yfirvöldum

Óhugnanlegt barnaverndarmál skekur Svíþjóð – Foreldrar sagðir hafa falið 11 börn sín fyrir yfirvöldum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði

Gamli maðurinn fór daglega að leiði konu sinnar – Dag einn fylgdi sonurinn á eftir og sá hvað hann gerði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Mér var sagt að barnið mitt hefði dáið í eldsvoða – Ég sá hana sex árum síðar í afmælisveislu“

„Mér var sagt að barnið mitt hefði dáið í eldsvoða – Ég sá hana sex árum síðar í afmælisveislu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!