fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Netglæpamenn þykjast vera íslenskur sóknarprestur – Bjóða ókeypis tjaldvagn

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. janúar 2025 20:00

Svindlararnir þóttust vera að gefa tjaldvagn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netglæpamenn hafa notað myndir af séra Jóhönnu Magnúsdóttur, sóknarpresti í Víkurprestakalli, til að reyna að svindla á fólki. Í fölsuðum auglýsingum á samfélagsmiðlum er boðinn ókeypis tjaldvagn til að reyna að narra fólk.

Staðarmiðillinn Sunnlenska.is fjallar um málið en Jóhanna greindi einnig frá svindlinu á sinni samfélagsmiðlasíðu.

„Jóhanna Stefánsdóttir“

Í auglýsingu, þar sem notuð er mynd af Jóhönnu en reyndar titluð Jóhanna Stefánsdóttir, á Sölutorgi Norðurlands á Facebook er vagninn boðinn. Segir þar að hjón vilji gefa tjaldvagn til fjölskyldu sem geti séð vel um hann. Sagt er að hjónin hafi flutt til Portúgal vegna verkefnis og að húsbíllinn nýtist þeim ekki lengur. Þá er gefið upp tölvupóstfang sem áhugasamir eigi að senda á.

Þetta er alls ekki rétt og séra Jóhanna er ekki að gefa neinn tjaldvagn. Hún tilkynnti málið til Facebook sem rannsakaði málið og svaraði henni á þá leið að þetta væri vissulega ólögleg síða. Síðan, sem var búin að vera í notkun í áratug eða síðan árið 2015, var tekin niður.

Séra Jóhanna varar fólk við svindlinu. Mynd/Þjóðkirkjan

„Þessi meinta Jóhanna Stefánsdóttir sem er að pósta inn á alls konar grúppur og sem notar mína mynd – er svindlari. Vonandi er engin/n að falla fyrir þessu,“ sagði hún í færslu á Facebook og bað fólk að tilkynna ef það sæi þetta einhvers staðar.

Einhverjir hafi bitið á öngulinn

Hún segir að þessir óprúttnu aðilar sem þykjast vera hún hafi verið að reyna að „gefa tjaldvagninn“ í þó nokkurn tíma. Einnig að einhverjir hafi bitið á öngulinn og sent þeim póst. En svindlið gangi væntanlega út á að viðkomandi gefi upp upplýsingar eða eigi að borga eitthvað.

„Það er svolítið fúlt að geta ekki treyst fólki og þurfa að vera á varðbergi á hvaða hlekk maður ýtir – hverja maður samþykkir sem vini á facebook – hvaða símtölum er svarað o.s.frv.,“ segir Jóhanna í færslu. „Mikið af mínu fólki hefur lent í svindli – margir berskjaldaðir vinir líka sem eru grunlaus um að eitthvað illt liggi á bak við t.d. beiðni um símanúmer. Hver hefur ekki fengið svoleiðis frá „vinum“ ?“

Karmalögmálið

Segir hún að nýlega hafi verið hringt úr númeri Facebook-vinkonu en það var ekki vinkonan sem hringdi heldur aðili sem sagði að Jóhanna ætti inneign í bitcoin.

„Ég auðvitað sagði viðkomandi til syndanna. Bendi fólkinu oft á karmalögmálið,“ segir hún. „Sko ef maður svindlar eða lýgur þá kemur það til baka til manns!!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar