fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Danir breyta skjaldarmerkinu í skugga orða Trump

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. janúar 2025 20:30

Gamla og nýja konunglega skjaldarmerkið. Myndir/Danska krúnan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik X Danakonungur hefur látið breyta konungskjaldarmerkinu. Hjálendurnar Færeyjar og Grænland eru nú meira áberandi á merkinu.

Á eldra skjaldarmerki mátti sjá hvítabjörninn (merki Grænlands) og hrútinn (merki Færeyja) saman í einum af fjórðungum skjaldarins. Nú hefur hvítabjörninn og hrúturinn fengið sína eigin fjórðunga og eru orðnir mun stærri en áður. Í hinum tveimur fjórðungunum eru merki Danmerkur og Suður-Jótlands.

Breytingin kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti en talið er að hún sé viðbragð við orðum Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að kaupa Grænland. Danir hafa engan áhuga á að selja Grænland og Grænlendingar sjálfir hafa engan áhuga á að vera seldir. Hins vegar er talið að Grænlendingar stigi brátt skref að fullu sjálfstæði.

Friðrik vék að samheldni í nýársræðu sinni. „Við erum öll sameinuð og stöndum staðföst að baki konungsríkinu Danmörku. Frá danska minnihlutanum í Suður Slésvík, sem er meira að segja staðsettur utan við konungsríkið, alla leið til Grænlands. Við eigum að vera saman,“ sagði hann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni