fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. janúar 2025 18:30

Aðalbjörn Tryggvason og Guðmundur Óli Pálmason áttu félagið til helminga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið á útgáfufélaginu Svalbard Music Group, sem miklar deilur Sólstafamanna hvörfuðust um fyrir nærri áratug síðan.

Greint er frá þessu í Lögbirtingablaðinu í dag. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur voru rúmar 4,5 milljón króna.

Svalbard Music Group var stofnað af Aðalbirni Tryggvasyni, söngvara og gítarleikara Sólstafa, og Guðmundi Óla Pálmasyni, fyrrverandi trommara. Eini tilgangur félagsins var að halda utan um útgáfu þungarokkssveitarinnar sem stofnuð var árið 1995.

En í janúarbyrjun árið 2015 sendi Aðalbjörn Guðmundi Óla bréf þar sem honum var tilkynnt að hann hefði verið rekinn úr sveitinni. Skömmu seinna var birt tilkynning um að Aðalbjörn hefði verið rekinn sem framkvæmdastjóri Svalbard Music Group.

Guðmundur Óli var ekki sáttur við uppsögnina og höfðaði mál fyrir dómstólum um nafnið Sólstafi. Árið 2018 felldi Einkaleyfastofa heitið úr gildi en sveitin gefur enn þá út og spilar undir því nafni.

Félagið Svalbard Music Group var úrskurðað gjaldþrota árið 2017 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skiptin hafa því tekið um átta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum
Fréttir
Í gær

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla
Fréttir
Í gær

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín
Fréttir
Í gær

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
Fréttir
Í gær

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Í gær

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“