fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Íslendingar dásama fyrirheitna landið Spán – Framfærslukostnaður allt að 60% lægri

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Framfærslukostnaður í Torrevieja er 54,6% lægri en í Reykjavík (án leigu)

Framfærslukostnaður með leigu í Torrevieja er 58,7% lægri en í Reykjavík

Leiguverð í Torrevieja er 68,5% lægra en í Reykjavík

Verð á veitingahúsum í Torrevieja er 56,1% lægra en í Reykjavík

Dagvöruverð í Torrevieja er 57,0% lægra en í Reykjavík“

Karl Kristján Guðmundsson vekur athygli á samanburði á framfærslukostnaði í Torrevieja á Spáni og Reykjavík. 

Karl sem búsettur er á Spáni yfir vetrartímann er admin í Facebook-hópnum Íslendingar á Spáni og heldur einnig úti vefnum Kalli á Spáni þar sem hann birtir færslur og fréttir sem gagnast Íslendingum á Spáni.

„Ég sló í gamni inn tekjum úr reiknivél TR vegna ellilífeyris einstaklings eftir skatta sem hafði engar aðrar tekjur og fékk út kr. 298.250.

Hann þyrfti um 123.258.2kr (855.2€) í Torrevieja til að viðhalda sama lífskjörum og hann gæti haft með 298.250.0kr í Reykjavík (að því gefnu að hann leigi á báðum stöðum). Þessi útreikningur notar framfærslukostnað plús leiguvísitölu til að bera saman framfærslukostnað og gerir ráð fyrir hreinum tekjum (eftir tekjuskatt).

1.700 Evrur ættu því að duga einstaklingi vel og auðvitað er betri afkoma að deila kostnaði með öðrum.“

Leigan allt að 75% lægri

Bendir Karl á vef Numbeo þar sem borið er saman verð á matvöru, verð á veitingastöðum, verð á samgöngum, bensíni og bifreiðum, og kostnaður vegna rafmagns, hita, nets og síma. Einnig má finna verð á fatnaði, íþróttaiðkun, kostnað vegna leikskóla og skóla, húsnæðisverð og laun.

Verulegur munur er á leiguverði og húsnæðisverði

Samkvæmt yfirliti Numbeo er kostnaður vegna leikskóla, skóla, rafmagns, hita og tilheyrandi dýrari í Torrevieja en hér.

Allt annað er ódýrara á Spáni og munar verulega um í öllum liðum, mest í verði bjórs og kaupum á íbúð utan miðbæjar Torrevieja.

Hvað kostar matvaran?

Matvara sem tekin er til samanburðar er í öllum tilvium ódýrari í Torrevieja, munar þar allt frá tæpu 21% til 71%. Verð á víni og bjór er einnig töluvert ódýrara.

Samanburður á ýmissi dagvöru
Er hægt að leyfa sér að fara á veitingastað?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni
Fréttir
Í gær

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað