Arsenal hefur orðið fyrir áfalli því Ethan Nwaneri verður frá næstu vikurnar.
Hinn 17 ára gamli Nwaneri skoraði í 1-1 jafnteflinu gegn Brighton um helgina, en hann þykir mikið efni.
Var hann einmitt að leysa af Bukayo Saka, sem er meiddur næstu vikurnar einnig.
Mikel Arteta staðfesti meiðsli Nwaneri á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiksins gegn Newcastle í undanúrslitum enska deildabikarsins annað kvöld.
Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 6 stigum á eftir Liverpool sem einnig á leik til góða.