fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Hulunni svipt af dularfullu konunni í lokasenu Black Doves

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2025 17:30

Ben Whishaw og Keira Knightley í hlutverkum sínum sem Sam Young og Helen Webb.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur bresku sjónvarpsþáttanna Black Doves sem sýndir eru á Netflix hafa margir velt vöngum yfir hver dularfulla konan er sem sést í lokasenu þáttaraðarinnar.

Þáttaröðin fjallar um Helen Webb, tveggja barna móður og eiginkonu breska varnarmálaráðherrans, sem kemst að því að hætta er á að upp komist að hún er njósnari eftir að elskhugi hennar er myrtur kvöld eitt í London. Vinnuveitendur hennar, Black Doves, samtök njósnara sem starfa alla jafna fyrir þann sem greiðir hæst, senda Sam, gamlan vin Helen, til að vernda hana.

Þeir sem hafa ekki horft á þættina og hafa hugsað sér að gera það eru varaðir við spillum hér fyrir neðan.

Í lokasenu þáttanna er jóladagur runninn upp. Sam bankar upp á heimili Helen, sem krefst þess að hann njóti dagsins með fjölskyldu hennar. Þau fá sér drykk á veröndinni og halda svo inn í hús. Leynimorðingjarnir Williams og Eleanor skála með Kai-Ming, en sendiherrann faðir hennar var myrtur í þáttaröðinni og henni haldið í gíslingu. Senan færist síðan yfir á yfirmann Helen og Sam, hina hörðu Reed, leikin af Sarah Lancaster, þar sem hún stendur í íbúð sinni í miðborg London og sötrar kampavín.

Á sófanum situr ung ljóshærð kona, sem er yfirmáta stressuð og virðist vera til í að vera alls staðar annars staðar. Áhorfendur héldu að konan væri dóttir Reed eða einhver annar ættingi. En þarna er enn eitt tvist í söguþræðinum sem er búinn að koma áhorfendum ítrekað á óvart í gegnum þættina sex.

Sarh Lancaster sem Reed i lokasenu þáttanna.

Joe Barton, handritshöfundur og einn framleiðanda þáttanna, upplýsti í viðtali við GQ að unga konan væri Marie barnfóstra Helen og eiginmanns hennar Wallace, og hefði hún njósnað um hjónin allan tímann. Aðeins einu sinni áður í þáttunum sést henni bregða almennilega fyrir, í fimmta þætti þegar Helen þakkar henni fyrir að passa krakkana svona seint að kvöldi.

„Þetta er Marie, hún er barnfóstra Helen og Wallace. Hún birtist í gegnum seríuna, svo það er hægt að missa af henni. Ég meina, hún lítur út eins og hún gæti verið dóttir Reed, þær eru með svipaða klippingu. En nei, hún er barnfóstran, svo hún hefur njósnað um þau allan tímann,“ segir Barton.

Þetta útskýrir einnig fyrir áhorfendum af hverju Marie var slétt sama um það þegar Helen hvarf alltaf í tíma og ótíma og kom heim á ókristilegum tímum.

Þegar er búið að ákveða tökur á þáttaröð tvö og útlit er fyrir að hjónin Helen og Wallace flytji inn í Downing Street 10 þar sem hann tekur við embætti forsætisráðherra Bretlands. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli