fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Tveggja barna faðir þurfti aðeins að skreppa en sást aldrei aftur á lífi

Pressan
Mánudaginn 6. janúar 2025 21:30

Robert Loren Bacon sagði við unglingsdætur sínar að hann þyrfti aðeins að skreppa út í bíl og ná í svolítið. Hann fannst látinn viku síðar. Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullt mál kom upp á milli jóla og nýárs í Michigan í Bandaríkjunum. Faðir tveggja stúlkna á unglingsaldri var þá í fríi ásamt stúlkunum og móður sinni. Fjölskyldan var stödd á gistihúsi þegar maðurinn sagði við dætur sínar að hann þyrfti aðeins að skreppa út í bíl sinn til að ná í dót. Þær sáu hins vegar föður sinn aldrei aftur á lífi þar sem hann fannst látinn um helgina í nágrenni gistihússins.

Maðurinn hét Robert Loren Bacon og var 55 ára gamall. Dætur hans eru 15 og 13 ára gamlar. Hann hitti stúlkurnar ásamt ömmu þeirra á gistihúsinu Bavarian Inn Resort í bænum Frankenmuth sem er um 150 kílómetra norður af stórborginni Detroit.

New York Post fjallar um málið. Þar kemur fram að móðir Bacon og dætur hans hafi þegar verið komnar á gistihúsið þegar hann kom þangað á bíl sínum að kvöldi 27. desember síðastliðins. Á upptökum á öryggismyndavélum hafi mátt sjá hann bera farangur sinn inn á herbergið sem hann hafði verið bókaður í.

Á staðnum er sundlaug og stúlkurnar voru þar þegar Bacon kom þangað til að heilsa þeim en hann sagði svo að hann þyrfti aðeins að skreppa aftur út í bíl til að ná í svolítið.

Hvert fór hann?

Bacon kom hins vegar ekki til baka og ekki náðist samband við hann. Þremur dögum síðar var tilkynnt um hvarf hans til lögreglu og móðir stúlknanna og fyrrverandi eiginkona Bacon Melissa McLenna óskaði á samfélagsmiðlum eftir aðstoð frá almenningi.

Síðastliðinn laugardag, viku eftir hvarfið, fannst síðan lík Bacon í ánni Cass sem rennur í gegnum Frankenmuth. Hann fannst á stað í ánni sem er nærri Heritage-almenningsgarðinum sem er, samkvæmt mælingu á Google Maps, í um 400 metra fjarlægð frá gistihúsinu.

Lögregla segir að bráðabirgðardánarorsök sé drukknun en að réttarlæknir muni skera endanlega úr um hvað dró Bacon til dauða. Málið er sagt í rannsókn.

Bacon sneri aldrei aftur í bíl sinn en upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðfesta það samkvæmt áðurnefndri fyrrverandi eiginkonu hans. Bíllinn fannst óhreyfður á bílastæðinu og ekkert grunsamlegt fannst í honum.

McLenna segir að ekki séu eftirlitsmyndavélar við alla útganga á gististaðnum og því sé ekki vitað hvar Bacon fór út. Hún segir einnig að eftir að dætur þeirra sáu hann síðast hafi verið slökkt á síma Bacon.

Eftir að Bacon fannst þakkaði McLenna fyrir veitta aðstoð, í færslu á samfélagsmiðlum, og óskaði eftir fyrirbænum fyrir sig og dætur sínar sem sitja nú eftir föðurlausar,

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Illþefjandi ruslavandi í ferðamannaparadís

Illþefjandi ruslavandi í ferðamannaparadís
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors