Golden Globes verðlaunin fóru fram í gær, sunnudaginn 5. janúar, í 82. sinn, eða eins og aðalkynnirinn Nikki Glaser lýsti þeim: „Stærsta kvöld Ozempic.“
Í opnunarræðu sinni fór leikkonan og uppistandarinn Glaser um víðan völl og gerði óspart grín að mörgum af stórstjörnunum í salnum, og einnig að vinnveitanda sínum.
„Ef þú ert að horfa á þetta á Paramount+ hefurðu sex daga til að hætta við ókeypis prufuáskriftina þína,“ minnti hún áhorfendur sem heima sátu á.
Glaser, sem var einnig tilnefnd fyrir besta uppistandið í sjónvarpi, þótti standa sig vel í gær og féllu flestir brandararnir í kramið hjá stjörnunum sem staddar voru verðlaunahátíðina og hjá áhorfendum.
BBC tók saman 24 af bestu bröndurunum hennar úr opnunareinræðu hennar og í gegnum alla hátíðina:
Í kvöld fögnum við því besta úr kvikmyndum og skiljum eftir pláss fyrir sjónvarp.
Mér líður eins og ég hafi loksins náð markmiði mínu, ég er í herbergi fullu af framleiðendum á Beverley Hilton hótelinu og í þetta skiptið er ég enn í öllum fötunum.
Sum ykkar þekkja mig kannski af framkomu minni á uppistandi, en ég er ekki hér til að gera grín að ykkur í kvöld, hvernig get ég það? Þið eruð öll svo fræg, svo hæfileikarík, svo áhrifamikil. Þið getið í raun gert allt nema segja landsmönnum hvern þeir eigi að kjósa.
Wicked, Queer, Nightbitch – þetta eru ekki bara orð sem Ben Affleck öskrar þegar hann fær það, þetta eru nokkrar af þeim ótrúlegu kvikmyndum sem tilnefndar eru í kvöld.
The Bear, The Penguin, Baby Reindeer, þetta eru ekki bara hlutir sem finnast í frysti RFK [Robert F. Kennedy], þetta eru sjónvarpsþættir sem tilnefndir eru í kvöld.
Ég lít út í sal og sé nokkra af erfiðustu leikurunum í sýningarbransanum. Og þá meina ég þjónana ykkar. Þeir munu færa ykkur kokteila að drekka og mat, sem þið munuð horfa á.
Við erum með risastórar kvikmyndastjörnur hér í kvöld: Kate Winslet, Cate Blanchett, Colin Farrell. Og við erum líka með risastórar sjónvarpsstjörnur: Kate Winslet, Cate Blanchett, Colin Farrell.
Jafnvel Eddie Redmayne vann við sjónvarp í ár, hann er tilnefndur fyrir The Day of the Jackal sem sýnd er á Peacock. Hún fjallar um háleynilega úrvalsleyniskyttu sem enginn getur fundið vegna þess að hann er á Peacock.
Denzel Washington er hér fyrir Gladiator II, Cynthia Erivo er hér fyrir Wicked og Martin Short er hér vegna þess að við erum með myndavélar.
Zendaya, þú varst ótrúleg í Dune, ég vaknaði fyrir allar senurnar þínar.
Tilda Swinton er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Timothée Chalamet.
Timothée, þú varst svo góður í A Complete Unknown. Reyndar las ég að söngröddin þín væri svo nákvæm að meira að segja Bob Dylan viðurkenndi að hún væri alveg hræðileg.
Við getum ekki talað um kvikmyndir í kvöld án þess að tala um Wicked. Ég vissi ekki mikið um Wicked í upphafi þessa árs vegna þess að ég átti vini í menntaskóla.
En ég elskaði myndina. Ég elskaði Wicked, kærastinn minn elskaði Wicked, kærasti kærasta míns algjörlega elskaði Wicked.
Sum bíó áttu í vandræðum með söngleiki. Sumir kvörtuðu yfir því að Wicked væri eyðilögð af söngfólki. Með Joker 2 sögðu sumir að myndin væri eyðilögð af myndunum á skjánum og hljóðunum sem fylgdu þeim.
Fyrirgefðu Joker 2, hvar er borðið þeirra? Ó, þeir eru ekki hér.
Nicole Kidman er tilnefnd fyrir Babygirl. Þetta er 20. Golden Globe-tilnefningin þín, ótrúlegt, takk kærlega fyrir alla þína vinnu, og takk Keith Urban fyrir að spila svo mikið á gítar heima hjá ykkur að hún vill fara út og gera 18 kvikmyndir á ári.
Glen Powell, þvílíkt ár sem þú hefur átt, Glen, þú varst í öllu – Twisters, Hit Man, höfðinu á mér þegar ég stunda kynlíf með kærastanum mínum. Þakka þér kærlega fyrir aðstoðina, við sjáumst þar í kvöld.
Selena Gomez er hér með tvær tilnefningar, og hún er hér með nýja unnusta sínum Benny Blanco, og Benny Blanco er hér vegna djinnsins sem veitti honum þá ósk.
Hverjir aðrir eru hér? Ó sjáðu! Það er Adrien Brody sem hefur tvívegis lifað af helförina.
Emilia Pérez hlaut 10 tilnefningar fyrir Netflix. Ég elskaði hana, hún er án efa djarflegasta og byltingarkenndasta myndin sem hefur verið sýnd á eftir Is It Cake?
Ég held virkilega að þetta verði eftirminnilegt kvöld, og kannski ekki á þann hátt sem þú heldur. Ég spái, eftir fimm ár, þegar þú ert að horfa á gamla búta úr þessum þætti á YouTube, að þú farir að segja „Guð minn góður, það var áður en þeir náðu þessum gaur“.
Það hefur verið mikið rætt um endurkomu Pamelu Anderson og Demi Moore. Ef þú ert kona yfir fimmtugt í aðalhlutverki kalla þeir það endurkomu. Ef þú ert karlmaður yfir fimmtugt í aðalhlutverki, til hamingju, þú ert að fara að leika kærasta Sydney Sweeney.
Ef þú tapar í kvöld skaltu bara hafa í huga að tilgangurinn með því að búa til list er ekki að vinna verðlaun, tilgangurinn með því að búa til list er að stofna tequila vörumerki sem er svo vinsælt að þú þarft aldrei að búa til list aftur.
Diddy brandarinn sem sló ekki í gegn
BBC minnist þó ekki á brandarann sem Glaser hefur sætt gagnrýni fyrir og sló ekki í gegn í gær ef marka má netverja. Brandarann lét hún falla í opnunarræðu sinni um leikarann Sean ‘P Diddy’ Combs.
„Challengers, guð minn góður, sú kvikmynd er meira kynferðislega hlaðinn er kreditkort Diddy. Í alvöru! Jájá ég veit, ég er líka miður mín. Þar sem P. Diddy hefur verið handtekinn verður eftirpartýið ekki eins gott í ár…engin barnaolía.“
Diddy situr í fangelsi i í New York borg eftir fjölda ákæra um kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun, en hann hefur neitað öllum ásökunum. Með brandaranum vísar Glaser til hinna alræmdu „freak off“ partýa Diddy þar sem hann er sagður hafa byrlað þátttakendum ólyfjan og beitt þá kynferðislegu ofbeldi. Á heimilum hans í Los Angeles og Miami í mars 2024, fundu alríkislögreglumenn meira en „1.000 flöskur af barnaolíu og smurolíu,“ sem að sögn voru keyptar fyrir þessar stjörnum prýddu veislur.