Eignin hefur verið á sölu um skeið. Hún var síðast skráð á sölu í vor 2024 en var fyrst sett á sölu árið 2023. Þá var lágmarks verð hálfur milljarður en nú er óskað eftir tilboði í eignina.
Arkitektar hússins eru Skala arkitektar og Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarkitekt sá um innanhússhönnun.
Það er óhindrað útsýni yfir Heiðmörk og Urriðavatn. Lóðin er alls 1486 fermetrar.
Það eru sjö herbergi, þar af fimm svefnherbergi. Það eru þrjú baðherbergi og bílskúr. Húsið var byggt árið 2020.
Það er hægt að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.