Federico Chiesea verður áfram hjá Liverpool samkvæmt umboðsmanni hans, þvert á það sem fram hefur komið undanfarið.
Chiesa gekk í raðir Liverpool í sumar frá Juventus. Enska félagið fékk hann á aðeins 10 milljónir punda. Hann virðist þó ekki vera inni í myndinni hjá Arne Slot og undanfarið hefur hann verið sterklega verið orðaður við endurkomu til Ítalíu, til að mynda Napoli.
„Napoli hefur ekki rætt um það að fá Chiesa í vetur og félagið ætlar sér ekki að hleypa honum annað,“ segir umboðsmaður leikmannsins hins vegar.
„Hann verður áfram hjá Liverpool og reynir að vinna sig inn í liðið. Það er það sem ég get sagt eins og er.“