fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Kínverskt skip sagt hafa skemmt sæstreng við Taívan

Pressan
Mánudaginn 6. janúar 2025 07:30

Kínverskir hermenn en Kínverjar eru ágengir við Taívan þessi misserin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum taívanskra fjölmiðla þá var stór sæstrengur, nærri stórri iðnaðarhöfn á eyjunni, skemmdur á föstudaginn. Taipei Times segir að kínverskt skip hafi skemmt strenginn og hefur þetta eftir taívönsku strandgæslunni og símafyrirtækinu Chunghwa Telecom sem rekur strenginn.

Símafyrirtækið segir að varaleið sé til staðar og því muni þetta ekki hafa mikil áhrif á fjarskipti á eyjunni.

Skipið, sem grunur leikur á að hafi skemmt strenginn, heitir Shunxin-39. Strengurinn fór í sundur um 13 kílómetra norðan við borgina Yehliu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur fellur á Kínverja vegna skemmdarverka sem beinast að Taívan.

Kínverjar telja eyjuna vera hluta af Kína en lýðræðisríkið Taívan er annarrar skoðunar og heldur fast í sjálfstæði sitt og hefur engan áhuga á að lenda undir járnhæl kommúnistastjórnarinnar í Peking.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni