Símafyrirtækið segir að varaleið sé til staðar og því muni þetta ekki hafa mikil áhrif á fjarskipti á eyjunni.
Skipið, sem grunur leikur á að hafi skemmt strenginn, heitir Shunxin-39. Strengurinn fór í sundur um 13 kílómetra norðan við borgina Yehliu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur fellur á Kínverja vegna skemmdarverka sem beinast að Taívan.
Kínverjar telja eyjuna vera hluta af Kína en lýðræðisríkið Taívan er annarrar skoðunar og heldur fast í sjálfstæði sitt og hefur engan áhuga á að lenda undir járnhæl kommúnistastjórnarinnar í Peking.