Nýliðar Ipswich í ensku úrvalsdeildinni sóttu í dag varnarmanninn Ben Godfrey frá Atalanta á Ítalíu.
Hinn 25 ára gamli Godfrey gekk í raðir Atalanta frá Everton á um 10 milljónir punda í sumar. Hann hefur hins vegar afar lítið fengið að spila og er nú mættur aftur í úrvalsdeildina, á láni til Ipswich út yfirstandandi leiktíð.
Ipswich gerði sterkt 2-2 jafntefli á útivelli gegn Fulham í dag og er í 18. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Wolves sem er í öruggu sæti.
We've completed the loan signing of Ben Godfrey from Atalanta. 🤝
Welcome to Town, Ben!
— IPSWICH TOWN (@IpswichTown) January 5, 2025