fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2025 15:49

Mynd/Rangar Visage

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt ár er gengið í garð sem þýðir að það styttist í Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands til Eurovision verður valið. Ríkisútvarpið hefur boðað stórar breytingar á keppninni í ár.

Undanúrslitin fara fram 8. og 15. febrúar og að venju hafa tíu lög verið valin til þátttöku. Nú hefur þó verið gerðar grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu.

Þrjú lög komast áfram á hvoru undanúrslitakvöldi svo í úrslitum verða sex lög í staðinn fyrir fimm. Síðustu ár hafa tvö lög verið valin á hvoru undanúrslitakvöldi og það fimmta valið af RÚV sem svokallað wild card.

Eins hafa tvö efstu lögin farið í svokallað einvígi þar sem lögin eru flutt aftur og áhorfendur kjósa á milli þeirra í nýrri kosningu. Að þessu sinni verður ekkert einvígi. Þess í stað verður aðeins ein símakosning almennings sem stendur yfir allt kvöldið og gildir 50 prósent á móti atkvæðum dómnefndar, en dómnefndin hefur líka tekið breytingum og verður nú alþjóðleg og skipuð sjö erlendum aðilum.

Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar segir að þetta fyrirkomulag sé notað í forkeppni Svía og í Eurovision-keppninni sjálfri. Hann segist sannfærður um að breytingarnar eigi eftir að gera Söngvakeppnina meira spennandi.

Listrænir stjórnendur keppninnar eru þau Thomas Bensten og Selma Björnsdóttir. Söng- og leikkonuna Selmu þekkja flestir landsmenn en Thomas er leikstjóri, danshöfundur og grafískur hönnuður frá Svíþjóð sem hefur unnið sem leikstjóri í Melodifestivalen, forkeppni Svía í Eurovision.

Kynnar Söngvakeppninnar í ár verða Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson úr Hraðfréttum og svo Guðrún Dís Emilsdóttir, en öll hafa þau verið kynnar áður.

Lög og höfundar verða kynnt 17. janúar í þættinum Lögin í Söngvakeppninni á RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki