fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Fókus
Laugardaginn 4. janúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem ætla að hringja inn nýja árið með því að taka þátt í þurrum janúar en átakið nýtur orðið mikilla vinsælda á heimsvísu. Um 25 prósent Bandaríkjamanna eru taldir hafa tekið þátt á síðasta ári og líklega mun fjöldinn bara aukast í ár. Að sama skapi hafa margir Íslendingar tekið áskoruninni fagnandi þó ekki séu til tölur yfir þátttökuna.

Neysla áfengis er stórt lýðheilsuvandamál og afleiðingar neyslunnar er orðin ein helsta dánarorsök í hinum vestræna heimi. Að sleppa áfengi í einn mánuð mun hafa afar jákvæðar afleiðingar og margir sem upplifa svo miklar breytingar að tappinn er aldrei tekinn af aftur.

Svona er líklegt að þurr janúar þróast ef fólk heldur sér við efnið.

Fyrsta vikan 

Samkvæmt sérfræðingunum er fyrsta vikan sú erfiðasta ef áfengi er hluti af vikulegri rútínu þinni. Hins vegar ef fólk kemst í gegnum þessa viku ætti það að taka eftir því að meiri regla kemst á svefninn – sem gæti þýtt að það sé erfiðara að sofna til að byrja með, sérstaklega hjá þeim sem eru vanir að fá sér einn fyrir svefninn. Áfengi fær fólk til að sofna hraðar, en á sama tíma dregur það úr svefngæðum.

Án áfengis eru líka meiri líkur á því að fólk borði hollari mat og minni líkur á að grípa skyndibita. Vökvastaðan í líkamanum verður líka betri þar sem áfengi þurrkar okkur upp.

Ef þú sleppir áfenginu ættir þú líka að taka eftir því að það verður auðveldara að halda einbeitingu og þú verður síður þreytt

Önnur vikan 

Á viku tvö finnur fólk líklega vel fyrir betri svefngæðum og betri nýtingu á vökva.

Þú finnur fyrir meiri drifkrafti og húðin þín lítur betri út –  lítur ekki út fyrir að vera bjúguð heldur heilbrigð.

Þeir sem glíma við bakflæði eða brjóstsviða ættu líka að finna minna fyrir því án áfengisins sem er gjarnt á að valda erting í maganum.

Þriðja vikan 

Samkvæmt sérfræðingunum ættu sumir að taka eftir lægri blóðþrýsting á þriðju vikunni. Aðrir gætu líka verið léttari á sér enda margar hitaeiningar í áfengum drykkjum.

Fjórða vikan 

Á þessum tíma máttu klappa sjálfu þér vel á bakið og þér líður líklega mjög vel líka. Húðin þín lítur án efa betur út, þar sem bólur eiga það til að hverfa sem og húðþurrkur

Sérfræðingarnir benda einnig á að þeir sem hafi varið töluverðu fé til áfengiskaupa ættu nú að hafa meira á milli handanna en ella og jafnvel gæti skapið verið orðið betra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki