fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2025 13:30

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sent áskorun til fyrirtækja, sveitarfélaga, ríkis, fjármálastofnana, tryggingarfélaga og orkufyrirtækja um að stoppa vítahring verðbólgu og axla samfélagslega ábyrgð.

„Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessari áskorun sem ég henti í rétt í þessu,” spyr Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir umrædda áskorun.

Hann segir að launafólk hafi þegar stigið stórt og mikilvægt skref með því að gera hófstillta langtíma kjarasamninga. Samninga sem voru gerðir með það markmið að draga úr verðbólgu, lækka vaxtakostnað og tryggja stöðugleika sem verndar heimili landsins.

„Nú er komið að ykkur – fyrirtækjum, sveitarfélögum, ríki, fjármálastofnunum, tryggingarfélögum og orkufyrirtækjum – að axla ábyrgð og standa með launafólki og heimilum,“ segir hann og birtir kröfur í nokkrum liðum sem eru meðfylgjandi:

  1. Hættið öllum óþarfa hækkunum á vöruverði, þjónustu, gjaldskrám,tryggingariðgjöldumog orkuverði. Slíkar hækkanir leggjast þungt á heimilin og grafa undan fjárhagslegu öryggi launafólks.
  2. Lækkið vexti og dragið úr okurkjörum í fjármálakerfinu. Fjármálastofnanir verða að hætta að hámarka eigin hagnað á kostnað almennings og skapa svigrúm fyrir heimilin til að standa undir sínum skuldbindingum.
  3. Endurskoðið verðlagningutryggingariðgjalda. Tryggingarfélög verða að sýna samfélagslega ábyrgð með því að hætta óhóflegum hækkunum sem setja enn frekara álag á heimili landsins.
  4. Tryggið sanngjarnt orkuverð. Orkufyrirtæki hafa lykilhlutverki að gegna í að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að stilla orkuverði í hóf og setja hagsmuni samfélagsins í forgang.
  5. Takið ábyrgð á verðstöðugleika. Fyrirtæki, sveitarfélög, fjármálakerfi, tryggingafélög og orkufyrirtæki verða að standa saman með því að stilla af verðlagningu og draga úr álögum sem hafa beinar afleiðingar fyrir fjárhagsstöðu heimila og launafólks.
  6. Sýnið raunverulega samfélagslega ábyrgð. Orð um samfélagslega ábyrgð verða að endurspeglast í aðgerðum sem létta byrðar af heimilum og styðja við þau í baráttunni gegn verðbólgu.

Vilhjálmur segir að lokum að sérstaklega sé skorað á tryggingarfélög, bankana og orkufyrirtækin en í færslu í gær gagnrýndi Vilhjálmur hækkun trygginga hjá tryggingafélaginu VÍS.

„Þetta ár byrjar eins og öll önnur þ.e.a.s fyrirtæki og sveitarfélög halda uppi viðteknum hætti og varpa hækkunum miskunnarlaust á almenning í upphafi hvers árs! Ég fjallaði rétt fyrir áramót um umtalsverða hækkun fasteignagjalda hér á Akranesi þar sem t.d. fólk í fjölbýlishúsum er að fá yfir 17% hækkun. Í morgun fékk ég sent frá manni yfirlit yfir hækkanir á tryggingum hjá VÍS en þær nema 14% en engar breytingar voru á hans tryggingum milli ára og hefur hann verið tjónlaus í tvö ár,” sagði hann í færslunni í gær.

Í færslu sinni í morgun segir hann óásættanlegt að hagnaður fyrirtækja og stofnana byggist á neyð almennings.

„Fjármálakerfið, tryggingafélög og orkufyrirtæki verða að axla ábyrgð með því að endurskoða vaxtakjör, tryggingariðgjöld og orkuverð. Hagsmunir heimila og launafólks verða að vera í forgangi. Launafólk hefur þegar axlað ábyrgð með markmiðum sínum um verðstöðugleika og lækkun vaxtakostnaðar. Krafa þjóðarinnar er nú skýr: Axlið ábyrgð – hættið að auka byrðar á launafólk og heimilin í landinu – og gerið það núna!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar