fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2025 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins skýtur föstum skotum að Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, vegna loforða hennar fyrir kosningar.

„Íslensku­kennsla í skól­um hef­ur verið nokkuð til umræðu en kennsla í ís­lensku fer fram víðar. Hingað til hafa lands­menn skilið orðið lof­orð á ákveðinn hátt, en það reynd­ist misskiln­ing­ur,” segir í staksteinum dagsins í dag.

Vísað er í pistil sem Inga Sæland skrifaði í Morgunblaðið á milli jóla og nýárs þar sem hún sagði meðal annars:

„Það liggur í hlutarins eðli að þar sem margir koma að myndun stjórnar þá fær enginn allt sitt fram. Hér ríkir ekki einræði heldur lýðræði þótt það vilji brenna við að einhverjir átti sig ekki á því. Hin svokölluðu kosningaloforð eru viljayfirlýsingar þeirra sem leggja þau fram.“

Um þetta segir staksteinahöfundur Morgunblaðsins:

„Þar með er það svo að orðið lof­orð þýðir ekki lof­orð, að minnsta kosti ekki ef hægt er að hengja kosn­inga- fram­an á orðið. Þetta þýðir auðvitað, sem er fram­boðum framtíðar­inn­ar mjög til þæg­inda, að svik eru ekki svik, held­ur eitt­hvað allt annað.“

Bent er á að Flokkur fólksins hafi lofað hátíðlega að skattlaus lág­marks­fram­færsla upp á 450 þúsund á mánuði væri ófrá­víkj­an­leg, enda hefði flokk­ur­inn verið stofnaður um þetta lof­orð.

„En nú er komið í ljós að þetta var bara kosn­ingalof­orð og þar með eru svik­in eng­in svik. Hjört­ur J. Guðmunds­son upp­lýsti á stjornmalin.is að Flokk­ur fólks­ins hefði svarað með nei spurður af Heims­sýn fyr­ir kosn­ing­ar hvort hann myndi styðja að sótt yrði á ný um aðild að ESB. Nú er líka komið í ljós að þetta var bara kosn­ingalof­orð, þar sem nei þýðir ekki nei, og þess vegna hef­ur Flokk­ur fólks­ins ekk­ert svikið af lof­orðum sín­um. Verst að eng­inn kjós­andi vissi um orðskýr­ing­arn­ar fyr­ir fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar