fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Blikar staðfesta komu Berglindar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 20:00

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks á nýjan leik, en félagið staðfesti tíðindin í kvöld.

Berglind var samningslaus eftir að Valur nýtti sér heldur óvænt uppsagnarákvæði í samningi hennar eftir síðustu leiktíð. Hún gekk í raðir Vals eftir að hún kom heim úr atvinnumennsku á miðju tímabili.

Berglind þekkir vel til hjá Breiðabliki en hún er uppalin þar og raðaði inn mörkum fyrir félagið á árum áður. Hún hefur spilað fyrir lið á borð við AC Milan og Paris Saint-Germain erlendis.

Berglind, sem er 32 ára gömul, á að baki 72 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Í þeim hefur hún skorað 12 mörk.

Tilkynning Breiðabliks
Berglind Björg er komin heim.
Við byrjum árið 2025 á að segja ykkur þær frábæru fréttir að Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að
semja við Breiðablik. Hana þarf vart að kynna fyrir Blikum, hún á alls 224 leiki fyrir Breiðablik og hefur skorað í þeim leikjum 174 mörk.

Berglind spilaði sína fyrstu leiki fyrir Breiðablik árið 2007, hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og á að auki 72 A landsleiki og hefur skorað í þeim 12 mörk.

Berglind hefur spilað með liðum víða um Evrópu á síðustu árum, má þar nefna PDV, AC Milan, Le Havre og Hammarby.

Það er óhætt að segja að hringnum sé lokað, vertu velkomin heim í Kópavoginn Berglind Björg – Það eru spennandi tímar framundan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Thomas Frank elskar 66°Norður

Thomas Frank elskar 66°Norður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umboðsmaður leikmanns Liverpool með afar áhugaverð ummæli

Umboðsmaður leikmanns Liverpool með afar áhugaverð ummæli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiður Smári gáttaður – „Það er ótrú­legt“

Eiður Smári gáttaður – „Það er ótrú­legt“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Arnar fær ekki starfið
433Sport
Í gær

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Manchester United – Lítið óvænt

Byrjunarlið Liverpool og Manchester United – Lítið óvænt
433Sport
Í gær

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“