fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Fókus
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sá árstími þegar veikindi og ýmsar pestar eru áberandi í samfélaginu. Eins og flestir vita er hægt að gera ýmislegt annað en bryðja verkjalyf til að létta sér lífið þegar flensan bankar upp á.

Á TikTok hefur ein uppskrift slegið í gegn en hún inniheldur ýmis hráefni sem talin eru gagnast líkamanum þegar hann glímir við sýkingar.

Höfundurinn er Barbara O‘Neill, heilsuráðgjafi og sérfræðingur í óhefðbundnum lækningum, og fullyrðir hún að neysla á „flensubombunni“, eins og blandan er kölluð, geti fækkað veikindadögum verulega.

Blandan inniheldur aðeins sjö hráefni sem auðvelt er að nálgast og segir Barbara að blandan geti dregið úr einkennum til dæmis flensu, kvefs og sýkinga í kinnholum og öndunarfærum.

Fyrsta hráefnið í blöndunni er hvítlaukur og ráðleggur hún fólki að nota eins mikinn hvítlauk og það þolir. Hann inniheldur efnið allin sem breytist í allicin í líkamanum. Þetta er efni sem hefur sýkladrepandi áhrif og er því í raun eins konar náttúrulegt sýklalyf.

Hafa rannsóknir bent til þess að neysla á hvítlauk geti dregið úr líkum á veikindum, að því er segir í umfjöllun New York Post.

Blandan inniheldur einnig eucalyptus-olíu sem hefur góð áhrif á öndunarfærin með sínum slímlosandi áhrifum. Meðal annarra hráefna eru engifer og hunang og cayenne-pipar sem inniheldur meðal annars capsaicin. Capsaicin er sagt hafa marga góða eiginleika, til dæmis stíflulosandi fyrir þá sem eru fullir af kvefi.

Barbara ráðleggur fólki að drekka tvö til þrjú glös af blöndunni á degi hverjum eftir að einkenni gera vart við sig og þar til heilsan verður betri. Vanalega dugi tveir til þrír dagar.

Innihald:

1 hvítlauksgeiri, kraminn (eða fleiri eftir smekk)

¼ teskeið rifið engifer

1 dropi eucalyptus-olía

Cayenne-pipar eftir smekk

Sítrónusafi

1 teskeið hunang

1/2 bolli heitt vatn

Tekið skal fram að þó uppskriftin hafi reynst mörgum vel hefur hún ekki verið rannsökuð í þaula af vísindamönnum, þó innihaldsefnin sem slík hafi marga góða eiginleika. Í umfjöllun New York Post er vitnað í nokkra notendur á TikTok sem hafa prófað blönduna og gefið henni sína bestu einkunn:

„Þetta er það eina sem ég tek í hvert einasta sinn sem ég veikist. Þetta bókstaflega eyðir flensunni,“ segir til dæmis áhrifavaldurinn Jasmine Diniss í myndbandi sem má sjá hér að neðan.

@jasminediniss Its flu season down in Aus so heres my #1 flu remedy 💣 Dont forget theres only 9 days left to get the holistic health ebook bundle which includes over 150+ courses and ebooks all on holistic health with a value of over $8900 for only $50 🥹 link in bio 📲 #holistichealth #theflubomb #barbraoneil ♬ original sound – jasminediniss

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar