Ruben Amorim, stjóri Manchester United, vill fá inn nýjan markvörð í janúarglugganum til að veita Andre Onana samkeppni.
Það er staðarmiðillinn Manchester Evening News sem heldur þessu fram, en Onana hefur verið töluvert gagnrýndur þrátt fyrir fína frammistöðu inn á milli. Hann er búinn að fá á sig 26 mörk í 19 leikjum á þessari leiktíð.
Varaskeifa fyrir hann sem stendur er Altay Bayindir, en hann virðist ekki njóta trausts á Old Trafford og vill Amorim fá einhvern inn sem veitir Onana harðari samkeppni.
Það þykir ljóst að United þarf að selja leikmenn og losa um fjármuni til að geta keypt inn nýja leikmenn og staðist fjárhagsreglur.