fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur birt manni ákæru vegna morðs á hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað í ágústmánuði síðastliðnum. Maðurinn heitir Alferð Erling Þórðarson og er 46 ára að aldri.

Í ákæru er Alfreð Erling sagður hafa barið hjónin margsinnis með hamri, einkum í höfuð, og höfuðkúpubrotið þau. Í ákæru segir orðrétt:

„Fyrir manndráp, með því að hafa miðvikudaginn 21. ágúst 2024 að [heimilisfang] á Neskaupsstað, svipt hjónin [nafn, kt] og [nafn, kt.], lífi, þar sem þau voru stödd á heimili sínu,
en ákærði veittist að þeim báðum innandyra með hamri og sló þau bæði oft með hamrinum, einkum í höfuð, allt með þeim afleiðingum að þau hlutu bæði umfangsmikla og alvarlega áverka
á höfði, þar á meðal ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila og smærri áverka á öðrum hlutum líkama en þau létust bæði af völdum áverka á höfði.“ 

Fjórir aðilar gera einkaréttarkröfur í málinu um miskabætur upp á 12 milljónir króna fyrir hvert og eitt.

Alferð Erling er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot, fyrir að hafa haft hníf með 15 cm löngu blaði í vörslu sinni við Kaupvang á Egilsstöðum.

Eftir morðið á hjónunum flýði hann burtu á bíl þeirra en hann var handtekinn á bílnum á Snorrabraut í Reykjavík daginn eftir.

Athygli vekur að í ákæru er þess krafist til vara að Alfreð Erling verði vistaður á viðeigandi stofnun. Samkvæmt heimildum DV er talinn vera möguleiki á því að hann verði úrskurðaður ósakhæfur vegna andlegra veikinda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans