fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Eyjan
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Kr. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er í hópi þeirra Sjálfstæðismanna sem leggjast eindregið gegn frestun landsfundar flokksins.

Töluverður titringur hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins vegna vangaveltna flokkforystunnar um að fresta fyrirhuguðum Landsfundi, sem á að fara fram í lok febrúar, fram á næsta haust. Er því borið við að brugðið geti til beggja vona með veður á þessum árstíma og óveður gæti hamlað því að fulltrúar flokksins frá landsbyggðinni gætu sótt fundinn.

Þekktir þingmenn flokksins á borð við Diljá Mist Einarsdóttur og ráðherrana Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson hafa talað gegn þessu og bent á að uppgjör í flokknum í kjölfar slæmrar útkomu í alþingiskosningunum sé aðkallandi. Formaðurinn Bjarni Benediktsson hefur hins vegar sagt að ýmislegt mæli með því að fundinum verði frestað.

Ármann segir í Facebook-færslu að frestun um nokkrar vikur komi til greina en frestun fram á haust væri vanvirðing við flokksmenn. Færslan er eftirfarandi:

„Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir þau sem liðin eru. Fyrsta færsla ársins tengist mínum ágæta Sjálfstæðisflokki og komandi landsfundi. Það er vel skiljanlegt að Sjálfstæðismenn rísi upp á afturlappirnar þegar forystufólk innan flokksins boðar nauðsyn þess að fresta landsfundi flokksins, án boðlegs rökstuðnings, fram á haustið. Ástæða óánægju með slíka tillögu er augljós þar sem Sjálfstæðismenn telja nauðsynlegt að hittast sem fyrst til að gera upp síðustu kosningar og um leið að móta eða skerpa stefnuna til næstu missera. Skýr stefna og öflugt bakland er mikilvægt fyrir þingmenn flokks sem vill veita öfluga en um leið málefnalega stjórnarandstöðu. Ef miðstjórn metur það svo að af “praktískum” ástæðum sé mikilvægt að fresta fundinum einhverjar vikur þá ber að virða það enda fylgi boðlegar skýringar (ekki bara veðurtölfræði) með slíkri ákvörðun. Frestun fram á haust gengur hins vegar ekki og væri slík ákvörðun mikil vanvirðing gagnvart flokksmönnum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jesús gerði engin kraftaverk

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jesús gerði engin kraftaverk
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir