fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

Pressan
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og þriggja ára karlmaður er í haldi lögreglunnar í New York eftir að hafa hrint saklausum vegfaranda í veg fyrir lest í borginni. Atvikið náðist á eftirlitsmyndavél á lestarstöðinni og þykir það ganga kraftaverki næst að maðurinn hafi lifað árásina af.

Atvikið átti sér stað síðdegis á gamlársdag og á myndbandinu sést þegar fórnarlambið bíður eftir lestinni og árásarmaðurinn kemur aftan að honum. Í þann mund sem lestin kemur hrindir árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Kamel Hawkins, manninum í veg fyrir lestina.

Maðurinn sem varð fyrir lestinni hlaut alvarlega áverka, meðal annars höfuðkúpubrot, en er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi.

Eyewitness News ræddi við sjónarvott að atvikinu, unga konu að nafni Andrea, sem var á brautarpallinum þegar atvikið átti sér stað.

Hún segist hafa tekið eftir manninum á lestarstöðinni áður en hann lét til skarar skríða og haft skrýtna tilfinningu fyrir honum. „Ég veit ekki hvort það var klæðnaðurinn. Hann var með grímu á sér og hettu yfir höfðinu. Ég ákvað að setjast á bekkinn þegar ég sá hann,“ segir hún og bætir við að það sé í raun ótrúlegt að fórnarlambið hafi lifað árásina af.

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn,“ segir hún en hún hringdi í neyðarlínuna þegar hún sá hvað gerðist.

Hinn grunaði árásarmaður á nokkurn sakaferil að baki, meðal annars fyrir líkamsárásir og vopnalagabrot. Hann var handtekinn um klukkustund eftir árásina en lögregla segir að hann hafi ekki þekkt fórnarlamb sitt og árásin hafi verið handahófskennd.

Að undanförnu hafa óhugnanlegar árásir á neðanjarðarlestarstöðvum New York-borgar komist í fréttirnar. Aðeins nokkrir dagar eru síðan kveikt var í 61 árs gamalli konu sem lést af sárum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt