fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pressan
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 06:30

Brianna Alvelo. Mynd:Osceola County Jail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Brianna Alvelo, 22 ára pitsusendill, kom með pítsu á Riviera Motel í Kissimmee í Flórída tók konan, sem hafði pantað pítsuna, á móti henni. Konan ætlaði að greiða fyrir pítsuna með 50 dollara seðli en Alvelo gat ekki gefið til baka.

Sky News segir að konan hafi þá leitað að minni seðlum og hafi tekist að skrapa saman fyrir pítsunni og þess utan hafi hún getað gefið Alvelo tvo dollara, sem svara til tæplega 300 íslenskra króna, í þjórfé.

Konan heyrði síðan nokkru síðar að bankað var kröftulega á dyrnar. Hún fór og opnaði og þá ruddust karl og kona, sem voru bæði svartklædd og með andlitsgrímur, inn í herbergið. Maðurinn var með skammbyssu. Svartklædda konan, sem talið er að hafi verið Alvelo, dró upp vasahníf og ógnaði konunni. Hún sneri sér strax við til að skýla ungri dóttur sinni en fékk þá högg í bakið.

Hún kastaði þá dóttur sinni upp í rúm og reyndi að ná símanum sínum en Alvelo náði honum á undan henni og eyðilagði hann. Alvelo stakk síðan konuna ítrekað en maðurinn öskraði síðan á hana að nú væri nóg komið og létu þau sig þá hverfa á brott.

Konan var stungin 14 sinnum. Hún var flutt á sjúkrahús. Þegar læknar voru að hlúa að henni kom í ljós að hún er barnshafandi.

Alvelo var handtekin skömmu síðar fyrir morðtilraun, húsbrot, vörslu skotvopns, mannrán og líkamsárás. Samverkamaður hennar hefur ekki náðst og lögreglan veit ekki hver hann er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt