fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. desember 2024 12:01

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lítur yfir árið. Segist hún líta stolt yfir annasamt ár og baráttu hennar í forsetakosningunum í vor.

„Þá lýkur þessu ári og nýtt tekur við. Stundum verð ég varla vör við áramót því fátt breytist en svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót; ekki endilega núna um áramótin heldur árið sjálft. Ég byrjaði árið á kafi í vinnu eins og undanfarna áratugi þar sem málefni Grindvíkinga og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru mér efst í huga.

Síðan breyttist allt þegar ég ákvað að gefa kost á mér í forsetaframboð vegna mikillar hvatningar og fjölda áskorana. Við tók ekki minni vinna en öðruvísi þar sem ég fékk það einstæða tækifæri að eiga stefnumót við þjóðina og hitta ótrúlegan fjölda fólks hringinn í kringum landið. Þó að ekki hafi ég borið sigur úr bítum í kosningunum var ég stolt af minni baráttu og þakklát fyrir allt það frábæra fólk sem vann með mér í baráttunni.“

Katrín segir seinni hluta ársins hafa verið öðruvísi og hún gefið sér tíma í verkefni sem sáta á hakanum undanfarin ár og áratugi.

„Seinnihlutinn af árinu var öðruvísi. Hann fól í sér úrvinnslu, endurheimt og uppbyggingu – allt hlutir sem ég hef gefið mér lítinn tíma í á undanförnum árum og áratugum. Og enn þakka ég fyrir allt þetta frábæra fólk í kringum mig, gamlir og nýir vinir sem hafa gefið mér nýja reynslu, nýjar hugsanir og ný verkefni. Ég ætla ekki að fara að telja neinn upp – upptalningin yrði allt of löng – en ég staldra stundum við og þakka fyrir áskoranirnar sem þið hafið fært mér á árinu. Þið vitið hver þið eruð!“

Segir hún spennandi verkefni framundan á nýju ári. Næst sé þó að kveðja árið og fagna afmæli miðsonarins sem er 17 ára í dag.

„Nú tekur við nýtt ár. Framundan eru spennandi verkefni sem ég brenn fyrir og hlakka til að sinna. En fyrst kveðjum við gamla árið og eins og undanfarin 17 ár þá gerum við á mínu heimili það með því að fagna afmæli miðjusonarins sem kom í þennan heim á gamlársdag 2007. Hann kvaddi gamla árið með því að keppa í hlaupum í gær og standa vaktina í gamlárshlaupi ÍR í dag (alltaf frekar upptekinn eins og ein kona sem ég þekki) en við fáum að eiga stund með honum eftir hádegið í dag. Ef þetta ár hefur kennt mér eitthvað er það hvað stundirnar með sínum nánustu eru dýrmætar!

Gleðilegt ár kæru vinir!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra