fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Dreifa gjafabréfum til barna fyrir hlífðargleraugum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. desember 2024 11:21

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, og Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pósturinn og Slysavarnafélagið Landsbjörg dreifa gjafabréfum til allra barna á Íslandi á aldrinum 10-15 ára. Þau geta framvísað gjafabréfinu á öllum sölustöðum flugelda og fengið hlífðargleraugu. Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að augnslysum hjá þessum aldurshópi hafi fækkað mikið með tilkomu gleraugnanna.

„Það eru mörg dæmi um að gleraugun hafi dregið stórlega úr skaða og til marks um árangurinn má nefna að enginn hefur hlotið augnskaða vegna flugelda síðastliðin tvö ár. Þó að við höfðum sérstaklega til barna er líka mikilvægt að minna fullorðna á flugeldagleraugun.“

Algengustu slysin vegna flugelda verða á höndum, andliti og augum.

„Notkun vettlinga og hanska dregur úr líkum á áverkum á höndum. En flest slysin verða vegna vankunnáttu eða óvarkárni,“ segir Gunnar.

Bæklingi um meðferð flugelda, flugeldagleraugu og brunavarnir ásamt gjafabréfinu verður dreift á 30 þúsund heimili.

„Pósturinn sér um dreifinguna en hann ásamt Sjóvá, Blindrafélaginu og Slysavarnafélaginu Landsbjörg kosta þetta mikilvæga verkefni. Nánari upplýsingar um eldvarnir heimilisins má svo finna á vef Eldvarnarbandalagsins. Við hvetjum alla til að kynna sér efnið vel og óskum öllum slysalausrar hátíðar,“ segir Gunnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Í gær

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu
Fréttir
Í gær

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut