fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann

Pressan
Laugardaginn 4. janúar 2025 15:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi er einn vinsælasti drykkurinn í heiminum og margir geta ekki byrjað daginn öðruvísi en að fá sér bolla af þessum ljúffenga drykk (að minnsta kosti að sumra mati). En hvaða áhrif hefur kaffi á líkamann og hvað gerist ef maður hættir skyndilega að drekka það?

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Kirsche þá geta ákveðnir ókostir fylgt því að drekka mikið af kaffi enda um örvandi drykk að ræða.

Koffín, sem er helsta virka efnið í kaffi, lokar fyrir adenosin, sem gerir fólk þreytt. Þetta veldur hinni velþekktu orkutilfinningu og þess að vera glaðvakandi en getur um leið gert okkur háð koffíni.

Of mikil koffínneysla getur haft aukaverkanir í för með sér, til dæmis pirring, hærri blóðþrýsting og meltingarvandamál.

Margir neyðast því til að draga úr eða hætta kaffidrykkju.

Þegar maður hættir skyndilega að drekka kaffi, þá getur líkaminn brugðist við með fráhvarfseinkennum. Þau geta til dæmis lýst sér með höfuðverk, þreytu, eirðarleysi og slæmu skapi. Góðu fréttirnar eru þó að þetta stendur yfirleitt aðeins yfir  tímabundið en getur samt verið nægilega óþægilegt til að fólk detti aftur í gamla vanann að drekka kaffi.

En það eru greinilega ákveðnir kostir sem fylgja því að drekka ekki kaffi. Svefngæðin batna því koffínið truflar hina náttúrulegu svefnhringrás. Minna koffín getur einnig dregið úr stressi því líkaminn fær ekki sífellt örvandi efni. Meltingin getur batnað og magavandamálum getur fækkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina