fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Pressan
Laugardaginn 4. janúar 2025 17:00

Brokkolí er hollt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar jólahátíðin er að líða undir lok og nýja árið er hafið fer lífið að komast aftur í fastar skorður með vinnu og skóla. En það getur verið smá áskorun að detta aftur inn í rútínu og það hefur stundum neikvæð áhrif á andlegu hliðina.

Læknir einn, Bing að nafni, deildi nokkrum ráðum í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok um hvernig sé hægt að undirbúa heilann undir að við byrjum aftur að vinna og hvernig er hægt að skerpa einbeitinguna þegar við snúum aftur til vinnu.

Hann bendir á að engin töfrapilla sé til sem vinni gegn hnignandi heilastarfsemi og það sé heldur engin ein matartegund til sem tryggi að heilinn starfi á fullum afköstum alla ævi. Rannsóknir sýni hins vegar að ákveðnar fæðutegundir geti gert heilanum mjög gott.

Hann mælir með að fólk borði káltegundir á borð við grænkál, spínat og brokkolí. Þær eru fullar af næringarefnum á borð við B-vítamín, fólín, B-12 vítamín og E-vítamín en þessi efni geta hamlað andlegri hrörnun.

Hann segir fólki að hugsa um þessar fæðutegundir sem eldsneyti fyrir heilafrumurnar.

Því næst nefnir hann feitan fisk á borð við lax, sardínur og þorsk til sögunnar. Þessar tegundir innihalda mikið af ómega 3 fitusýrum  sem hafa verið tengdar við minna magn af beta-amyloid prótíni í heilanum en það myndar hættulega klumpa í heila Alzheimerssjúklinga.

Hann ráðleggur fólki að borða feitan fisk tvisvar í viku en ef fólki finnst hann ekki góður sé hægt að borða valhnetur eða hörfræ í staðinn.

Hann mælir einnig með neyslu jarðarberja, brómberja og bláberja en þau eru stútfull af flavónóíðum sem eru ein öflugustu andoxunarefnin og vel til þess fallin að bæta minnið. Þau vinna einnig gegn bólgum og geta dregið úr hættunni á krabbameini og styrkt ónæmiskerfið að hans sögn.

Fyrir þá sem elska te og kaffi þá eru góðu fréttirnar þær að Dr. Bing segir að koffín geti bætt einbeitinguna og hjálpað heilanum að geyma nýjar minningar. Það verði þó að gæta þess að ofnota ekki koffín og forðast neyslu þess síðdegis því það geti haft neikvæð áhrif á svefninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina