fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 31. desember 2024 14:30

Sniglarnir eru búnir að fá nóg af lélegu viðhaldi vega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bifhjólasamtök lýðveldisins, BLS eða Sniglarnir, safna nú dósum til þess að fylla í holur á vegum landsins. Einnig til að vekja athygli á slæmu ástandi og ónógu viðhaldi vega sem skapi slysahættu.

Verkefnið heitir Veginn heilan heim og er unnið í samstarfi við Endurvinnsluna. Fólki er bent á að það geti komið með dósir og gler til Endurvinnslunnar og láta vita að ágóðinn eigi að fara í vegakerfið.

„Hver króna rennur til Vegagerðirnar óskipt án þess að lenda fyrst í ríkiskassanum, við vitum hvað gerist þar,“ segir í tilkynningu BLS.

Segir að átakið sé til að minna á þá sorglegu staðreynd að vegna fjárskorts séu vandamál með að sinna þjóðvegunum. Viðhaldsskuldin sé tæplega 150 milljarðar króna.

Lítill hluti í viðhald

Kristrún Tryggvadóttir, fulltrúi BLS hjá Evrópusamtökunum FEMA sagði á fréttavef þeirra að Íslendingar væru orðnir vanir því að skatta af bílum og bifhjólum fari í sífellt minna mæli í að bæta vegakerfið.

„Áætluð fjárframlög til vegamála á næsta ári eru 27 milljarðar króna en stærstur hlutinn er frátekinn í stór og dýr verkefni og undirbúning þeirra,“ sagði Kristrún. „Aðeins tíundi hlutinn er notaður til að viðhalda vegunum sem eru þegar til.“

Með verkefninu Veginn heilan heim vonast meðlimir BLS til að stjórnvöld stígi inn og setji meira fjármagn „svo vegirnir okkar verði öruggir og allir komist heilir heim,“ eins og segir í tilkynningunni.

Einnig sé hægt að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á:

Kt: 4706911909

Reikn: 0515-14-9577

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meghan Markle sögð örvæntingafull í byrjun árs

Meghan Markle sögð örvæntingafull í byrjun árs
Fréttir
Í gær

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því
Fréttir
Í gær

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu

Netsamband liggur niðri í Árbæ og víðar vegna bilunar hjá Mílu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísar kaldri áramótakveðju Eflingar til föðurhúsanna – „Íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar“

Vísar kaldri áramótakveðju Eflingar til föðurhúsanna – „Íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar“