fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. desember 2024 16:30

Mynd: Trölli.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirhugaðar nýbyggingar Samkaupa í hjarta Siglufjarðarbæjar hafa vakið mikið umtal og óánægju. Trolli.is greinir frá þessu.

Um er að ræða skúraþyrpingu á núverandi tjaldsvæði í miðbænum. Margir telja áformin passa illa við gróna miðbæjarmynd Siglufjarðar.

Málið er kynnt í skipulagsgátt og þar hafa um 20 umsagnir við tillögunar verið birtar. Eru þær flestar neikvæðar. Til dæmis ritar Skarphéðinn Þórsson:

„Að byggja stóra kjörbúð, í nýtískulegum hönnunarstíl, við hliðiná sjarmerandi gömlum húsum, á einu dýrmætasta lóðasvæði Siglufjarðar yrði óafturkræft skipulagsslys sem myndi stórskaða ásýnd bæjarins.“

Sólrún Veiga Júlíusdóttir skrifar:

„það er með öllu óskiljanlegt að fallegasti miðbær landsins eigi að lúta lægra haldi fyrir nýtiskulegum verslunarkjarna sem hægt er að byggja hvar annarsstaðar sem er.
Miðbærinn er merkilegur og mikilvægur margra hluta vegna. Hann hefur menningarlega sögu að geyma og er samverustaður íbúa og gesta. Miðbærinn er hjarta bæjarins og einstakur að því leytinu til hve hann er í mikilli nálægð við sjóinn og söfnin sem varðveita merkilega sögu síldarbæjarins fagra.“

Sverrir Páll Erlendsson skrifar þetta álit:

„Að mínum dómi er það eyðilegging á miðbæjarmyndinni að byggja þetta stóra verslunarhús eins og áætlað er og slíta þannig tengslin og augnsambandið milli Torgsins og Bátadokkarinnar. Auk þess er byggingarstíllinn á módelinu í hróplegu ósamræmi við þau hús sem næst standa og hafa verið endurgerð og nýsmíðuð í anda þeirra húsa sem þarna hafa staðið. Miklu nær væri að hafa verslunarhúsið á milli Tungötu og Lækjargötu, þar sem meðal annars var Blöndalshús, eða nýta Bíóhúsið, ef það er heilt, ellegar nota þá lóð undir verslun.“

Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við áformin þar sem engar þekktar fornminjar eru á skipulagsreitnum. Hins vegar skorar Rósa Eiríksdóttir á bæjarstjórn að hætta við áformin:

„Siglufjörður með alla sína sérstöðu á ótal sviðum er einstakur bær á heimsvísu. Hann er minning um horfinn tíma í sögu síldveiða á Íslandi, sögu byggingarlistar og minning um þann sérstaka andblæ sem varð þá til, og að hluta til hvílir enn í faðmi bæjarins. Minningar í hjörtum fullorðinna Siglfirðinga og annarra sem eru stoltir af að hafa tekið þátt í að byggja upp eða verða vitni að þegar sagan varð til.
Fyrirhuguð uppbygging á lóð miðbæjarkjarnans fyrir verslunarhúsnæði (og þar ofaná með nýtískulegum arkitektúr) væri óafturkræft stórt umhverfisslys fyrir Siglufjarðarbæ. Vel má finna slíkri verslun annan stað í bænum sem minni umhverfisskaði hlytist af.
Kæru hæstráðendur, nú er mál að linni. Hafið þetta í huga og ótalmargt fleira sem bent hefur verið á, framkvæmdinni til vansa áður en farið er af stað með þessi byggingaráform.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“