Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er í 41. sæti á lista Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur heims.
Guardian gefur listann út á hverju ári og fer Glódís upp um 34 sæti frá því á listanum í fyrra.
Glódís átti frábært ár með íslenska landsliðinu, sem komst inn á enn eitt stórmótið, og Bayern Munchen, sem varð Þýskalandsmeistari.
Glódís var besti miðvörður heims samkvæmt hinum virtu Ballon d’Or verðlaunum fyrr á árinu.