fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. desember 2024 18:30

Hilmar Þór Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann Akureyri og sérfræðingur um alþjóðamál, segir að óvissa ríki um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn. Hann bendir á að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB árið 2027. Margt þarf að gerast áður en Ísland yrði aðildarríki. Tvær atkvæðagreiðslur þarf til, en einnig þarf að setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig þarf að breyta stjórnarskrá áður en Ísland getur orðið aðili því aðild að ESB felur í sér valdaframsal umfram það sem kveðið er á um í stjórnarskrá. Í nýrri grein á Vísir.is segir Hilmar:

„Varðandi ESB aðild erum við væntanlega að tala um tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur þ.e. ef aðildarviðræður við ESB verða samþykktar í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni. Seinni þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um þann samning sem næðist við ESB. Svo þarf að breyta stjórnarskránni og samþykkja þær breytingar tvisvar á Alþingi með þingrofi og kosningum á milli eins og áður sagði.

Alþingi gæti lagt fram tillögu að stjórnarskrárbreytingu og látið kjósa um hana á þinginu haustið 2028 þegar kjörtímabilinu líkur. Varla yrði hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild samtímis Alþingiskosningum þar sem hæpið er að samningur við ESB liggi fyrir svo snemma? Eftir Alþingiskosningarnar 2028 þyrfti svo nýtt Alþingi að samþykkja stjórnarskrábreytinguna til þess að hún öðlaðist gildi, og forseti Íslands að staðfesta. Þegar samningarviðræðum við ESB lyki þyrfti aðra þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja eða hafna samningnum við ESB. Þetta er nokkuð flókið og langt ferli ef þetta er rétt skilið hjá mér en alls ekki tæmandi. Þetta ferli gæti litið eitthvað öðruvísi út.“

Hilmar bendir á að tímalínan fyrir ofannefnt liggi ekki fyrir og segir að ríkisstjórnin þurfi að kynna þjóðinni framtíðarsýn sína áður en hún efnir til umfangsmikillar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027.

Ísland í Bandaríkin eða ESB?

Hilmar veltir einnig upp, öðru sinni, þeim möguleika að Ísland verði eitt af ríkjum Bandaríkjanna:

„Og svo er það Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna sem fer nú mikinn þessa dagana og talar um Kanada sem hugsanlegt fylki í Bandaríkjunum og kaup á Grænlandi sem hugsanlega yrði þá líka fylki. Það er ekki tíðindalaust á norðurslóðum. Verði svo Ísland enn eitt fylkið (no. 53?) í öllum þessum látum þarf ekki lengur að rífast um ESB og evruna, að ekki sé talað um blessaða Íslensku krónuna? Og ríkisstjórn Íslands gæti andað léttar og gleymt Brussel og auðvitað evrunni um leið. „Dollarinn skal standa“ sagði forsætisráðherra Íslands í Atómstöð Halldórs Laxness.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni